Á myndinni er Steinunn Rún með systurnar Kórónu og Veiru en sonurinn Ólafur Sölvi tók myndina. Sauðburður er einnig hafinn á bænum Grjótá í Fljótshlíð en þar bar ærin Ramóna nýlega hrúti og gimbur.
Fréttir 25. mars 2020

Hlutu nöfnin Kóróna og Veira

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kindin Mela kom eigendum sínum á bænum Hamri á Barðaströnd heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar tveimur fallegum gimbrum, sem hafa fengið nöfnin Kóróna og Veira í ljósi ástandsins í landinu.

Sauðfjárbúskapur er á Hamri en bændurnir þar eru þau Jakob Pálsson og Guðný Matthíasdóttir. Börn þeirra eru Páll Kristinn, Ólafur Sölvi og Steinunn Rún. Mamma Jakobs býr líka á bænum en það er Guðrún Jóna Jónsdóttir. Á bænum Grjótá í Fljótshlíð bar ærin Ramóna nýlega hrúti og gimbur. 

Skylt efni: sauðburður