Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Avókató, Avozilla
Avókató, Avozilla
Fréttir 30. júlí 2018

Höfuðstórt avókadó­afbrigði ræktað í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadóafbrigði sem sögur fara af.

Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könnunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadó afbrigði sem sögur fara af.

Afbrigðið sem hefur fengið heitið Avozilla og höfuðið á japanska skrímslinu Gozilla vegur rúmt eitt og hálft kíló og er á stærð við meðal mannshöfuð. Þeir sem bragðað hafa á Avozilla segja að það sé eins og venjulegt avókadó og líti út eins og avókadó en bara margfalt stærra og, ef eitthvað er, mýkra undir tönn.

Avozilla kom fyrst fram í Suður-Afríku og hefur verið lítillega ræktað þar og hefur aldið verið fáanlegt í verslunum á Bretlandseyjum annað slagið.

Frá Suður-Afríku barst afbrigði til Ástralíu 1957 en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að rækta aldinið í stórum stíl og selja á almennum markaði.

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó þyngsta avókadó sem skráð er 2,3 kíló. Ekki kemur fram í skráningu Heimsmetabókarinnar hvert afbrigðið er og er það miður.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...