Mynd/TB
Fréttir 24. janúar 2020

Jón Gnarr ræðir efni Bændablaðsins og ýmislegt annað

Ritstjórn

„Ég segi það alveg hreint út og í heiðarleika…“ fullyrðir Jón Gnarr sem flettir brakandi fersku Bændablaði og ræðir meðal annars um yfirheyrsluaðferðir bandarískra rannsóknarlögreglumanna, íslenska málshætti, ær og kýr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélaginu.

Jón slær á þráðinn til hennar Láru sem er í atvinnuleit. Hún hefur meðal annars unnið við rennismíði, á saumastofu og í fiski. Lára auglýsir eftir vinnu í smáauglýsingum Bændablaðsins og ræðir m.a. við Jón um hundahald, vinnustaðamenningu og sjóveiki.