Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kínverjar reyna að tryggja sér svínakjöt um allan heim
Fréttir 11. desember 2019

Kínverjar reyna að tryggja sér svínakjöt um allan heim

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kínverjar hafa aflétt banni á innflutningi á svínakjöti frá Kanada og Brasilíu. Kemur þetta í kjölfar þess að forseti Alþjóðadýraheilbrigðis stofnunarinnar (OIE) varaði við því í lok október að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drepast af völdum afrísku svínapestarinnar. 
 
Dr. Mark Schipp, forseti OIE, greindi frá skelfilegri spá sinni á fréttamannafundi í Sydney í Ástralíu fimmtudaginn 31. október. Þar kom fram að hann teldi að um 25% af svínum heimsbyggðarinnar muni drepast af völdum svínapestarinnar. Á heimsvísu voru framleidd um 121 milljón tonna af svínakjöti árið 2018. Fjórðungur af því er tæplega 30,3 milljónir tonna. Ef fjórðungur svínastofnsins í heiminum ferst úr þessari veiki, gæti það hins vegar leitt til enn meiri framleiðslusamdráttar þannig að heildarframleiðslan fari jafnvel talsvert undir 90 milljón tonn á ári. 
 
Fækkað hefur um 45% í svínastofni Kínverja
 
Ljóst er að þetta verður mjög þungt högg fyrir svínaræktina og sér í lagi fyrir Kínverja sem eru langstærstu framleiðendur á svínakjöti í heiminum. Financial Times hefur  það eftir greinanda hjá fjárfestingasjóðnum INTL FCStone að það hafi orðið um 45% fækkun í svínastofni Kínverja frá því veikin greindist þar fyrst. 
 
 
Verulegur samdráttur í framboði á svínakjöti
 
Kínverjar framleiddu rúmlega 54 milljónir tonna af svínakjöti á árinu 2018 samkvæmt tölum Statista. Ef framleiðslan dregst saman um 45%, gæti það þýtt að rúmlega 24 milljónir tonna af svínakjöti hverfa af markaðnum. Næstmesta framleiðslan var í ríkjum Evrópusambandsins sem framleiddu þá samanlagt um 24,3 milljónir tonna og Bandaríkin voru með 11,9 milljóna tonna framleiðslu.
 
Það virðist þó vera fleira en svínakjötsframleiðslan sem er að dragast saman. Samkvæmt spá landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna þá er áætlað að samdráttur í framleiðslu á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti muni dragast saman um 6,4 milljónir tonna á árinu 2020. Margir sérfræðingar á markaði telja þetta mjög vanáætlað.  
 
Leitað að svínakjöti víða um heim
 
Þegar er farið að gæta verðhækkana á svæðum þar sem svínapestin hefur náð sér á strik, eins og í Evrópu. Því er ekki óeðlilegt að þau lönd reyni að tryggja sér svínakjöt fyrir heimamarkað og það þýðir að draga mun úr sölu út fyrir heimamarkaði. Brasilía, þar sem Kínverjar hafa nú sóst eftir kaupum á svínakjöti, framleiddi í fyrra tæpar 3,8 milljónir tonna. Kanada, sem Kínverjar hafa einnig verið að bera víurnar í, framleiddi á síðasta ári rúmlega 1,9 milljónir tonna af svínakjöti. Fimmtu stærstu framleiðendur á markaðnum eru svo Rússar sem framleiddu nær 3,2 milljónir tonna á síðasta ári, en þeir hafa náð því að vera sjálfum sér nógir eftir að Evrópusambandið setti viðskiptabann á matvælasölu til landsins 2015. Þá tóku rússnesk yfirvöld þá stefnu að tryggja fæðuöryggi landsmanna fyrir árið 2020 og virðist það hafa gengið nokkuð vel eftir.
 
Hafði þetta viðskiptabann alvarlegar afleiðingar fyrir nokkuð stóra svínakjötsframleiðsluþjóð eins og Danmörku sem varð að leita sér annarra markaða. 
 
Áköf leit Kínverja að svínakjöti víða um heim bar á góma í vefriti Global Meat 2. desember. Þar kom fram að  útflutningur á svínakjöti frá Evrópu til Kína hafi tvöfaldast á milli ára og hafi verið komin í 138.400 tonn í september síðastliðinn. Var met slegið í útflutningi svínakjöts frá Evrópu í september og hafði útflutningurinn þá aukist um 37% á milli ára  og var 236.600 tonn. 
 
Þessi aukni útflutningur sem stafar af aukinni eftirspurn frá Kína vegna svínapestarinnar hefur leitt til  ört hækkandi verðs á svínakjöti. 
 
„Held að tegundin muni ekki alveg glatast“
 
„Ég held að tegundin sem slík muni ekki alveg glatast,“ sagði Schipp, „en það er alvarlegasta ógnin við svínaeldi sem við höfum nokkurn tíma séð. Þetta er mesta ógnin við búfjárrækt á okkar tímum,“ sagði Mark Schipp í samtali við AP.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...