Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kínverskir smábændur eru verst settir
Fréttir 24. mars 2020

Kínverskir smábændur eru verst settir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar afrísku svína­flens­unnar, sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn á síðustu árum, eru meðal annars þær að yfir fjórðungi eldissvína í heiminum hefur verið lógað. Aðgerðirnar voru umfangsmestar í Kína og misstu flestir kínverskir smábændur allan bústofninn.

Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hafa stjórnvöld í Kína ekki veitt bændunum fjárhagslega aðstoð í kjölfar afkomumissisins og margir smábænda því fjárhagslega mjög illa staddir.

Í kjölfar svínaflensunnar sem fyrst varð vart í Kína í ágúst 2018 og aðgerða af hennar völdum í landinu og skorts á svínakjöti hefur kjötið hækkað mikið í verði og mörg stærri bú hagnast vel á meðan smábændur sitja eftir með tóma budduna.

Smábú leggjast af

Talið er að um 40 milljón smábændur í Kína sem lögðu stund á svínaeldi hafi misst bústofn sinn í aðgerðum stjórnvalda til að ráða niðurlögum svínaflensunnar. Tjón bændanna er svo mikið að hugsanlegt er talið að hefðbundinn smábúskapur í Kína muni leggjast af og einungis iðnaðarbú standa eftir. Í könnun meðal 1500 kínverskra bænda sem lögðu stund á svínaeldi áður en svínaflensan náði fótfestu í Kína segjast 55% ekki ætla að stunda svínabúskap í framtíðinni og einungis 18% sögðust ætla að reyna að byggja upp bústofn að nýju.

Efla iðnaðarbú

Vegna hækkana á verði svínakjöts í minnkandi framboði hækkaði verðið hratt og hafa mörg stærri bú sem ekki urðu jafn illa úti vegna aðgerða stjórnvalda verið að skila methagnaði. Ein ástæða þessa er sögð vera stefna stjórnvalda að auka tæknivæddan búskap og draga úr fjölda smábúa.

Árið 1990 framleiddu smábú um 80% af öllu svínakjöti í landinu en stefna stjórnvalda er að árið 2025 muni yfir 65% af svínakjötsframleiðslu í landinu koma frá tæknivæddum iðnaðarbúum.

Þeir sem gagnrýna þessa öru stækkun og iðnvæðingu svínakjötsframleiðslu í Kína og annars staðar í heiminum segja hana auka líkur á útbreiðslu búfjarsjúkdóma og afleiðingum þeirra.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...