Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Yfirdómari keppninnar var Eðvald Sveinn Valgarðsson, sem er hér lengst til vinstri. Við hliðina á honum er Ómar B. Hauksson, þá Árni Níelsson og Kristján G. Kristjánsson.
Yfirdómari keppninnar var Eðvald Sveinn Valgarðsson, sem er hér lengst til vinstri. Við hliðina á honum er Ómar B. Hauksson, þá Árni Níelsson og Kristján G. Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 11. apríl 2018

Kjötmeistari Íslands 2018 er Oddur Árnason hjá SS

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin 8. og 9. mars í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar mátu dómarar 125 mismunandi vörur frá kjötiðnaðarmönnum víða af landinu. Stigahæsti kjötiðnaðar­maðurinn reyndist vera Oddur Árnason frá Sláturfélagi Suðurlands og hlaut hann um leið sæmdarheitið „Kjötmeistari Íslands“.
 
Af 125 vörum sem sendar voru inn í keppnina fengu 105 verðlaun. Þar af fengu 54% innsendra vara gullverðlaun, 21% fengu silfurverðlaun og 9% fengu bronsverðlaun. Vörurnar voru dæmdar í húsnæði Matvælaskólans í Kópavogi og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur.
 
Byrjað var að dæma um kl 14 á fimmtudeginum og voru úrslit kynnt á verðlaunaafhendingu á degi Meistarafélags kjöt­iðnaðarmanna á Hótel Natura (Hótel Loftleiðum) laugardaginn 10. mars.
 
Yfirdómari keppninnar var Eðvald Sveinn Valgarðsson. Aðrir dómarar voru Árni Níelsson, Ingólfur Baldvinsson, Ómar B. Hauksson, Kristján Kristjánsson, Magnús Friðbergsson og Hreiðar Örn Stefánsson. 
 
Í fagkeppnisnefnd MFK voru Þorsteinn Þórhallsson sem var formaður og Sigurfinnur Garðarsson. Ingólfur Baldvinsson og Arnar Sverrisson. Aðstoð við fagkeppni veitti Erla Jóna Guð­jónsdóttir og Björk Guð­brandsdóttir var ritari. 
 
Kristján Þór Júlíus­son, ráðherra sjávarútvegs og land­búnaðar, heiðraði sam­komuna með nærveru sinni og aðstoðaði við verðlauna­afhendingu.
 
 Búgreinafélögin hafa í gegnum tíðina verið okkar bestu sam­starfsaðilar í þessari keppni og hafa komið að keppninni hvert með sínu lagi. 
 
Tindfjallahangikjet 
 
Landssamtök sauðfjárbænda veittu ,,Lambaorðuna“. Hún er veitt þeim kjötiðnaðarmanni sem á bestu einstöku vöruna úr lambakjöti í fagkeppninni. Þau verðlaun hlaut Oddur Árnason hjá Sláturfélagi Suðurlands fyrir vöru sem hann nefndi „Tindfjallahangikjet“. 
 
Landnámsnaut/reykgrafið
 
Landssamband kúabænda veitti viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem átti bestu vöruna unna úr nautakjöti. Þar er um að ræða farandverðlaunagrip og annan minni til eignar. Þessi verðlaun hlaut Oddur Árnason hjá SS fyrir réttinn „Landnámsnaut/reykgrafið.“ 
 
Spægipylsa
 
Svínaræktarfélag Íslands veitti viðurkenningu þeim kjötiðnaðarmanni sem átti bestu vöruna unna úr svínakjöti. Þar var einnig um að ræða farandverðlaunagrip og annan minni til eignar. Þar var Pétur Karlsson hjá Esju Gæðafæði hlutskarpastur með réttinn „Spægipylsa.“
 
Kjúklinga-ostapylsa 
 
Félag kjúklingabænda veitti viðurkenningu þeim kjötiðnaðar­manni sem á bestu vöruna unna úr alifuglakjöti, bæði farandverðlaunagrip og annan minni til eignar. Þau verðlaun hlaut Björgvin Bjarnason hjá Reykjagarð hf. fyrir rétt sinn „Kjúklinga ostapylsa“.
 
Grafið lakkrísfolald
 
Kjötframleiðendur og hrossaræktendur veittu síðan verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr folalda- eða hrossakjöti. Þau verðlaun hlaut Jónas Pálmar Björnsson hjá SS fyrir rétt sinn „Grafið lakkrísfolald“.
 
Flokkaverðlaun
 
Einnig hafa verið veitt verðlaun fyrir bestu vöru í einstökum flokkum. 
Besta varan í elduðum vörum var „Lambasviðasulta“ eftir Elmar Sveinsson hjá SAH Afurðum. Það var Ölgerðin sem veitti þau verðlaun. 
 
Besta varan í flokknum soðnar pylsur var Kjúklingaostapylsa eftir Björgvin Bjarnason hjá Reykjagarði hf. Madsa veitti þau verðlaun.
Besti reykti eða grafni laxinn var eftir Odd Vilmundarson í Reykhúsinu Reykhólum. Verðlaunin veitti fyrirtækið Samhentir. 
Besta varan í flokknum sælkeravörur var Nautarræmur í piparlakkrís eftir Jóhann G. Guðmundsson í Ferskum kjötvörum. Saltkaup veittu þau verðlaun. 
Besta varan í flokknum kæfur og paté var Kjúklingapaté eftir Björgvin Bjarnason hjá Reykjagarði hf. ÍSAM veitti verðlaunin. 
Besti reykti eða grafni silungurinn var Reyktur silungur eftir Hjörvar Jóhannesson hjá Kjarnafæði. Það var ÍSAM sem veitti einnig þau verðlaun.
 
Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu skinkuna 2018, en sú keppni hófst í haust með forkeppni og síðan bragðkeppni í Kringlunni nú á vorönn. Besta skinkan 2018 var Hunangsskinka frá Sláturfélagi Suðurlands. Þau verðlaun veitti Geiri ehf. 
 
Þess má geta að þeir sem hlutu fyrrnefnd flokkaverðlaun voru fremstir meðal jafningja í viðkomandi flokkum. Voru þeir þar líka að keppa við einstaklinga sem voru með vörur sem höfðu verið metnar til gullverðlauna í sama flokki. 
 
Þakkir til stuðningsaðila
 
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna vill koma á framfæri kveðju til eftirfarandi fyrirtækja, félaga og stofnana með þökkum við stuðning við fagkeppnina.
 
  • M.F.K.
  • Katla ehf.
  • Madsa
  • Ölgerðin
  • Ísam
  • PMT
  • Landssamtök sauðfjárbænda
  • Landssamtök kúabænda
  • Svínaræktarfélag Íslands
  • Félag kjúklingabænda
  • Kjötframleiðendur/Hrossa­ræktendur
  • Landbúnaðarráðuneytið
  • Matvælaskólinn í Kópavogi

13 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...