Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Fréttir 3. febrúar 2020

Kynnir nýtt merki fyrir Demantshringinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands hefur kynnt nýtt merki Demants­hringsins, Diamond Circle, á fundi sem haldinn var á Sel Hótel í Mývatnssveit nýverið. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum. 
 
„Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnara fyrir þetta tvennt. Okkar niðurstaða var „eilífð“ og táknið fyrir hana, óendan­leikann,“ segir meðal annars í vörumerkjahandbók Demants­hringsins. Það endur­spegl­ast í merk­inu.
 
 
Fimm lykilstaðir á leiðinni
 
Að auki var kynnt sérstakt kort sem unnið var fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun.
 
Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á þessu ári um notkun á heitinu Diamond Circle, sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu. Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...