Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lambhaga leyft að nota ólöglegar umbúðir á meðan birgðir endast
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2020

Lambhaga leyft að nota ólöglegar umbúðir á meðan birgðir endast

Höfundur: smh
Lambhagi hefur um nokkurt skeið notast við merkingar á Lambhagasalati sínu sem teljast ekki samræmast reglugerðum. Óheimilt er að nota „Bio“-merkingu á vörum nema þær hafi verið vottaðar lífrænar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert athugasemd við þessar merkingar hjá Lambhaga og gefið leyfi fyrir því að þær verði notaðar á meðan birgðirnar með þessum umbúðum endast.  
 
Í Bændablaðinu 23. apríl síðast­liðinn segir Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu hafi verið gerð  í desember 2019 til að tryggja heilbrigðisnefndum lagastoð til að sinna eftirliti með merkingum sem tengjast lífrænum framleiðsluaðferðum á markaði. Í kjölfarið sé auðveldara fyrir eftirlitsaðila að taka á þessum málum.
 
„Orðin lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynningar vöru nema hún hafi verið vottuð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Ingibjörg.
 
Átti að vekja athygli á lífrænum vörnum
 
Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðis­fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að haft hafi verið samband við Lambhaga vegna þessara merkinga og rekstraraðili upplýst þá um að hann sé hættur við að nota þessa merkingu. Hún segir að hann hafi ætlað að koma þeim upplýsingum á framfæri að hann notaði lífrænar varnir í ræktuninni, en Lambhagi uppfylli ekki skilyrði til notkunar á „bio“ eða „eko“-merkingum. 
 
„Nýjar umbúðir eru í prentun og mun notkun á þeim hefjast um leið og þær berast. Því verður merkingin „bio“ eitthvað áfram á umbúðum, bæði plastpokum og kössum fyrirtækisins, en ætti að hverfa í sumar,“ bætir Anna við.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...