Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið
Fréttir 14. febrúar 2019

Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðustu viku kom út skýrslan „Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi.“ Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur landbúnaðar á Íslandi voru 73,2 milljarðar króna árið 2017 og höfðu aukist um 13 milljarða frá 2008 að raungildi. Er þá fiskeldi meðtalið. Endanlegar tölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir.

Sé horft til skiptingar rekstrartekna eftir landshlutum er landbúnaður stærstur á Suðurlandi, um 28%, og næststærstur á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum, eða 16% á hvoru landsvæði um sig. Minnstur er hann á Suðurnesjum, eða 3%.

Höfundur skýrslunnar er Vífill Karlsson, en skýrslan var unnin í samstarfi við öll atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök á landinu.

 

 

Hlutfallslega mikilvægast fyrir Norðurland vestra

Þegar horft var til vægis landbúnaðar innan hvers landshluta kom í ljós að hann var mikilvægastur á Norðurlandi vestra þar sem hann vó 8% af framleiðsluvirði landshlutans og 6% á Suðurlandi. Á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum var hlutfallslegt vægi landbúnaðar um 3% og um 2% á Austurlandi og Vesturlandi. Á sama mælikvarða hefur hann minnstu þýðingu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Höfuðborgarsvæðið öflugt í svína- og alifuglarækt

Í ljósi vægis landbúnaðar á atvinnulíf landshlutanna þá vekur athygli hvað tvær búgreinar eru hlutfallslega stórar á höfuðborgarsvæðinu. Það er svínaræktin, en 24% hennar er á höfuðborgarsvæðinu, og alifuglaræktin þar sem 27% af þeirri grein er á því svæði. Einungis Suðurland er með stærra hlutfall í þessum búgreinum, eða 31% í svínarækt og einnig 31% í alifuglarækt.

Á eftir höfuðborgarsvæði og Suðurlandi með samanlagt 55% hlutfall í svínaræktinni, kemur Vesturland með 15% hlutdeild eins og og Suðurnes. Þá er Norðurland eystra með 14% og Norðurland vestra með 1%, en Austfirðir og Vestfirðir eru ekki með neina svínarækt.

Skiptingin er aðeins dreifðari í alifuglaræktinni. Á eftir Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, sem eru samanlagt með 58% af heildinni, þá koma Suðurnes með 25%. Síðan kemur Vesturland með 9%, Norðurland eystra með 5%, Austurland með 2% og Norðurland vestra með 1%. Vestfirðir eru ekki með mælanlegt hlutfall í þeirri framleiðslugrein.

Landbúnaðurinn mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna

Ólíkt ýmsum öðrum atvinnugreinum hefur landbúnaður stutt við ýmsa mikilvæga þætti aðra en að framleiða matvæli. Það má sjá t.d. á fjölþættri tengingu hans við ferðaþjónustu, bæði hvað varðar að stuðla að dreifðri þjónustu við ferðamenn, öryggi vegfarenda, aðgengi að fjölda náttúru- og menningarminja sem og sagnaarfi. Einnig bendir skýrsluhöfundur á mikilvægi þess að landbúnaðurinn hefur viðhaldið sérstöðu íslenskra matvæla, búfjárkynja og ullarvara gagnvart erlendum gestum.
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...