Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laxveiði með minnsta móti
Fréttir 9. ágúst 2019

Laxveiði með minnsta móti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ljóst er að laxagöngur eru litlar í sumar og hvetur Haf­rann­­sóknastofnun veiðifélög og stangveiðimenn til að gæta hófsemi í veiði og að sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. Þetta er mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt er. Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár.

Laxveiði í ám landsins hefur verið með minnsta móti í sumar. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Klakárgangurinn frá 2015 var með minnsta móti í ám á Norður- og Austurlandi sem leiddi til þess að gönguseiðaárgangur 2017 var lítill og skilaði hann fremur litlum smálaxagöngum 2018 og svo fáum stórlöxum 2019. Á Suður- og Vesturlandi var klakárgangurinn frá 2015 lítill sem leiddi til færri gönguseiða sem gengu út 2018 og þar með færri löxum nú í sumar. 

Lítið vatn í ám og vötnum

Á heimasíðu Hafrannsókna-stofnunar segir að lítið vatn hafi verið í ánum í sumar og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði með versta móti líkt og veiðitölur það sem af er sumri bera með sér. Enn er þó von um að smálaxagöngur á Norður- og Austurlandi eigi eftir að skila sér að einhverju marki.
Minnkandi heimtur við Atlantshaf

Heimtur úr sjó hafa almennt farið minnkandi við Atlantshaf undanfarin ár líkt og komið hefur fram í nágrannalöndunum. Ástæður þess eru ekki þekktar og ekki verður séð að hægt sé að hafa áhrif á það sem gerist í hafinu. Góðu fréttirnar eru að í kjölfar þess að í flestum ám er skylt að sleppa stórlöxum hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik sem hefur skilað aukinni hrygningu og sterkari seiðaárgöngum síðustu árin.

Hrygningarstofnar með minnsta móti

Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávallt séu nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu. Miðað við núverandi aðstæður er ljóst að hrygningarstofnar haustsins verða með minnsta móti.

Hvernig best er að stunda veiðar og sleppa laxi er víða hægt að finna á netinu á www.angling.is  

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...