Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Mynd / Kristín Halldórsdóttir
Fréttir 25. febrúar 2020

Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

Höfundur: Ritstjórn
Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. 
 
Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars- og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er.
 
Átt þú hross með sérstök litamynstur?
 
Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross.
 
Rákir á síðu.
 
DNA-sýni og ljósmyndir
 
Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA-sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA-greiningar.
 
Rákir á legg. 
 
Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun.sigurdardottir@slu.se) hjá SLU.
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...