Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga
Fréttir 6. desember 2019

Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændablaðið sendi Lyfjastofnun fyrirspurn vegna umræðunnar um iðnaðarhamp og leyfi til að rækta hann. Auk þess var spurt hver staða hamps væri í ýmiss konar vörum sem fluttar eru til landsins. Einnig var spurt og hvort skýra þurfi eða breyta lögunum til þess að leyfa ræktunina að mati Lyfjastofnunar.

Í svari Lyfjastofnunar segir að á undangengnu ári hafi stofnuninni borist fjöldinn allur af fyrirspurnum og erindum sem snúa að því hver sé lögformleg staða þeirra vara og plantna. Þessum fyrirspurnum hefur fjölgað verulega á þessu ári í samanburði við árin þar á undan. Staða iðnaðarhamps og CBD var af þessum sökum því nýlega tekin sérstaklega til skoðunar hjá stofnuninni.

Lyfjastofnun telur að ákvæði ávana- og fíknilaga, nr. 65/1974, með síðari breytingum, feli í sér að plöntur og efni af þessum toga falli undir ákvæði 2. gr. og 6. gr. laganna, og sé innflutningur, meðferð og varsla þeirra bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Umrædd löggjöf gerir til að mynda ekki greinarmun á mismunandi afbrigðum kannabisplantna, né því magni af virkum efnum sem mismunandi afbrigði plantnanna framleiða.

Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem virðist gæta að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi til innflutnings á hamppróteindufti og hampfræjum sem markaðssett eru hér á landi. Um er að ræða vörur sem flokkast sem matvæli og hefur Matvælastofnun þar af leiðandi eftirlit með innflutningi þeirra og markaðssetningu. Hvað varðar aðrar vörur sem innihalda hamp getur Lyfjastofnun ekki tjáð sig um, enda um að ræða vörur sem heyra undir eftirlit ýmissa annarra opinbera stofnana.

Lyfjastofnun hefur ekki mótað sér sérstaka skoðun á því hvort um sé að ræða ósamræmi í lögum eða hvort þurfi að skýra eða breyta lögum á þessu sviði, enda stofnuninni ekki falið slíkt hlutverk lögum samkvæmt. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...