Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Mynd / Bbl.
Fréttir 9. ágúst 2018

Matfugl stækkar kjúklingabú

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum að horfa til framtíðar,“ segir Sveinn V. Jónsson, fram­kvæmdastjóri Matfugls, en félagið áformar að stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit. Þar eru nú um það bil 80 þúsund eldisrými, en hugmyndir Matfugls ganga út á stækkun upp í um 190 þúsund eldisrými.
 
Sveinn segir að unnið sé að umhverfismati  vegna stækkun­arinnar, frummatsskýrsla sé tilbúin og er hún þessar vikurnar í kynningu. „Þetta tekur allt sinn tíma, en við stefnum á að hefjast handa á næsta ári, gætum líkast til byrjað næsta vor,“ segir hann. „Þetta kostar allt umtalsverða fjármuni,“ segir Sveinn spurður út í kostnað við framkvæmdirnar. 
 
Söluaukning og ágætis jafnvægi í greininni
 
Til stendur að byggja fjögur ný hús að Hurðarbaki þar sem Matfugl er með sína starfsemi, um 1.800 fermetrar hvert um sig. Núverandi starfsemi fer fram í tveimur 2.500 fermetra húsum. „Það hefur undanfarin ár verið aukning í sölu og ágætis jafnvægi í greininni, framleiðsla og sala hafa haldist vel í hendur. Við erum með þessum stækkunaráformum að horfa fram í tímann. Fyrirtækið hefur stækkað umtalsvert undanfarinn áratug og við sjáum fram á að svo verði áfram þegar horft er til næstu tíu ára,“ segir Sveinn. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...