Mynd/smh Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Fréttir 31. mars 2020

Matur verði stærri hluti af heildarímynd Íslands

Ritstjórn

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauður Íslands hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Markmiðið er að stækka hlutdeild matar í heildarímynd Íslands og auka við þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Matarauðurinn styrkir líka matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Brynja er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði frá Há­skóla Íslands. Hún er einnig með BSc.-próf í hjúkr­un­ar­fræði og hef­ur starfað á heil­brigðis­sviðinu, bæði sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sem verk­efna­stjóri hjá Land­læknisembætt­inu.

Gerum okkur meiri mat úr hefðum

Í þættinum ræðir Brynja meðal annars um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.