Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra
Mynd / BBL
Fréttir 8. ágúst 2018

Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra

Höfundur: smh

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 31. júlí um að Matvælastofnun skyldi afhenda aðila upplýsingar sem viðkomandi óskaði eftir aðgangi að og varðar búskap sauðfjárbænda og greiðslur til þeirra. Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslu Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlunum án útstrikana. Nefndi lagði fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi þau gögn sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. Það felur í sér að veita beri upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  1. 1. Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.
    2. Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.
    3. Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.

Úrskurðinn má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands í gegnum tengilinn hér fyrir neðan, en hann var birtur 7. ágúst.

 

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.