Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Fréttir 14. september 2018

Mest af makríl finnst nú við Noreg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar á uppsjávarfiski sýna minnkandi lífmassa makríls, síldar og kolmunna. Þéttleiki makríls er 30% minni en meðaltal síðustu fimm árin. Mun minna mældist við Ísland en undanfarin ár og mestur mælist þéttleikinn í Noregshafi. 

Lokið er samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norð­manna og Dana, sem farinn var á tímabilinu 30. júní til 6. ágúst 2018. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi.

Vísitala lífmassa 6,2 milljónir tonna

Í frétt á heimasíðu Haf­rannsókna­­stofnunar segir að vísitala lífmassa makríls hafi verið metin 6,2 milljónir tonn, sem er 40% lækkun frá árinu 2017 og 30% lægri en meðaltal síðustu 5 ára. Mestur þéttleiki mældist í Noregshafi en mun minna mældist á hafsvæðinu við Ísland en verið hefur undanfarin ár. Líkt og undanfarin ár var þéttleikinn á Íslandsmiðum mestur vestan við landið.

Magn norsk-íslenskrar síldar lækkaði einnig og var vísitala lífmassa metin 4,5 milljónir tonna, sem er 24 % lækkun frá árinu 2017. Útbreiðsla stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta stofnsins þar sem mesti þéttleikinn var norður af Færeyjum, fyrir austan og norðan Ísland.

Þriðja árið í röð var lögð aukin áhersla á að fylgjast með útbreiðslu kolmunna og að meta stærð stofnsins. Vísitala stofnstærðar kolmunna sem er ársgamall og eldri var 2,0 milljónir tonna sem er 11% lækkun frá 2017. Kolmunni fannst á mest öllu rannsóknarsvæðinu nema í köldum sjó út af Austur-Grænlandi og milli Íslands og Jan Mayen. Við Ísland mældist mest af kolmunna við landgrunnsbrúnina sunnan við landið.

Kaldari sjór

Yfirborðshiti sjávar sunnan og vestan við Ísland var um 1–2 °C lægri en langtímameðaltal síðustu 20 ára en um 1–2 °C hærri norðan við landið sem og við austurströnd Grænlands. Í Noregshafi var yfirborðshiti um og yfir meðaltali síðustu 20 ára.

Heildar vísitala um magn dýrasvifs á öllu rannsóknasvæðinu lækkaði um tæpan fimmtung en mikill breytileiki var milli svæða. Þannig mældist um 18% aukning vísitölunnar á hafsvæðinu við Ísland en minnkun var í magninu í Noregshafi og við Grænland.

Niðurstöður leiðangursins hafa verið kynntar Alþjóða­hafrannsóknaráðinu og eru niðurstöðurnar, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark síldar, makríls og kolmunna þann 28. september næstkomandi. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...