Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skógarfoss.
Skógarfoss.
Fréttir 26. maí 2020

Mikið atvinnuleysi á svæðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var  haldinn sameigin­legur fundur í gegnum fjarfundabúnað þingmanna Suðurkjördæmis, stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar­félaga (SASS) og bæjar- og sveitarstjóra á Suðurlandi.  Tilgangur fundarins var að upplýsa um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ræða jafnframt hugmyndir um leiðir til viðspyrnu og sóknarfæra. 
 
Fram kom að höggið er mikið á Suðurlandi vegna veirunnar en þess má geta að 2018 komu um 29% af atvinnutekjum í Skaftafellssýslum af gistingu og veitingum og hlutfallið í Uppsveitum var 13% og Rangárvallasýslu 11%. Nánast 100% afbókun var frá fyrsta degi kórónaveirunnar. 
 
Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar frá 15. apríl  er gert ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurlandi verði að meðaltali 15,7% í apríl og 13,3% í maí. Landsmeðaltalið er áætlað 16,9% á apríl og 14,4% í maí.
Mest er atvinnuleysið áætlað í Mýrdalshreppi, 41,6% í apríl, í Skaftárhreppi 28% og Bláskógabyggð 26,6%. Spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að atvinnuleysið minnki í maí. 
 
 
Staða sveitarfélaganna 
 
Fulltrúar sveitarfélaganna kynntu stöðuna hvert í sínu sveitarfélagi og gerðu grein fyrir helstu aðgerðum. Sveitarfélögin hafa veitt greiðslufresti á fasteignagjöldum hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi. Veittur hefur verið afsláttur eða gjöld látin niður falla af sem dæmi þjónustu leikskóla- og frístundastarfi. Sveitarfélögin hafa reynt eftir megni að fylgja aðgerðapakka Sambands íslenskra sveitarfélaga og fara í flýtiframkvæmdir en úrræðin eru takmörkuð innan núverandi tekjuramma og lækkaðra útsvarstekna. Einnig leggja sveitarfélögin áherslu á félags- og heilbrigðisþjónustu og að upplýsa íbúa um stöðu mála. 
 
Sex mikilvæg mál
 
Á fundinum komu fram sex mikilvæg mál, sem sveitarfélögin leggja mikla áherslu á á COVID-19 tímum.
  • Fella niður vsk af fráveitu- og viðhaldsframkvæmdum.
  • Markaðsátak til að hvetja Íslend­inga til að sækja Suður­land heim.
  • Nýsköpun fyrir starfandi fyrir­tæki. 
  • Fá á hreint stöðu Jöfnunarsjóðs. 
  • Hamfaraástandið sem skapast hefur þarf ríkið að bæta líkt og um aflabrest sé að ræða.
  • Fá á hreint greiðslur vegna lagningar á ljósleiðara og hvað skuli gert í þéttbýliskjörnum sem búa við markaðsbrest, s.s. í Vestmannaeyjum.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...