Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina
Mynd / HKr.
Fréttir 1. mars 2019

Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir / Hörður Kristjánsson
Niðurstaða er fengin í atkvæða­greiðslu mjólkurframleið­enda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Mikill meirihluti, eða 89,41%, vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurfr­amleiðslu. 
 
„Þessi skýra niðurstaða er gott og mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, þegar niðurstöður lágu fyrir. 
 
88,35% innleggjenda greiddu atkvæði
 
Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð yfir í eina viku, en lauk í dag kl. 12.00. Hún fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.
 
Á kjörskrá voru 558 inn­leggjendur og alls greiddu 493 atkvæði, eða 88,35%. Atkvæði féllu þannig:
  • 50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.
Niðurstaðan er stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. Nú verða áherslur mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu og stefnumörkunar um aðra þætti samningsins sem koma þurfa til endurskoðunar.
 
Niðurstaðan kom formanni þægilega á óvart
 
Arnar Árnason.
„Það kom mér þægilega á óvart hversu góð þátttakan var, hún er okkur mjög mikilvæg, ekki síður en sá eindregni vilji sem fram kemur meðal bænda. Það er gott fyrir okkur sem stöndum í brúnni að sjá þessa miklu samstöðu í greininni og kemur sérlega vel að hafa þetta sterka bakland þegar samningaviðræður hefjast við ríkisvaldið,“ sagði Arnar Árnason. 
 
Stefnumarkandi niðurstaða
 
Niðurstaðan er stefnumarkandi við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...