Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít
Fréttir 20. september 2018

Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir tveimur árum gekk álíka stór fellibylur yfir Norður-Karólínu og gekk yfir ríkið fyrir stuttu. Fyrir utan mannfall urðu þúsundir búfjár fellibylnum að bráð. Auk þess sem fellibylurinn þá og núna dreifði milljónum tonna af búfjárskít og hlandi yfir stór svæði.

Víða í Bandaríkjunum eru stór opin lón við verksmiðjubú sem eru full af skít og þvagi úr búfé og eru lónin eins konar opin haughús eða opnar hauggryfjur. Mörg þessara lóna eru á stærð við stöðuvötn og nú er svo komið að fjöldi þeirra eru orðin barmafull og hætt við að úr þeim flæði og afrennslið mengi grunnvatn á stórum svæðum.

Áætlað magn lífræns úrgangs sem rennur í slíkt lón frá framleiðendum svína- og alifuglakjöts í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum er talið í lítrum á við vatnið í 15.000 ólympískum sundlaugum sem hver um sig tekur 2,5 milljón lítra af vatni.

Talið er að fellibylurinn sem á dögunum gekk yfir Norður-Karólínu hafi feykt miklu af innihaldi lónanna langar leiðir með þeim afleiðingum að skíturinn og hlandið hafi borist langar leiðir með tilheyrandi óþrifnaði og sýkingarhættu. Ekki er nóg með að úrgangurinn geti borist langar leiðir með vindi heldur er hætta á að E. coli bakteríur geti borist í drykkjarvatn og á akra víða um ríki. Auk þess sem flóð sem iðulega fylgja stórviðrum á þessu svæði skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn.

Skylt efni: fellibylur | hauggryfjur

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...