Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoma í hótelgeiranum hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
Mynd / TB
Fréttir 8. ágúst 2019

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðaltali neikvæð á Vestur- og Norðurlandi en jákvæð á Suðurlandi og Suðurnesjum. Ekki liggja fyrir nægar upp­lýsingar um afkoma á öðrum landsvæðum, Vestfjörðum og Austurlandi.
 
Þetta kemur fram í nýrri könnun á afkomu fyrirtækja í hótelrekstri sem KPMG gerði fyrir Ferðamálastofu, en niðurstaðan er sú að verulegur munur er á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í höfuðborginni og úti á landi.
 
Versnandi afkoma úti á landi
 
Samanburður við árið 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík, en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrarafgangi. Ekki urðu miklar breytingar á milli ára á Norðurlandi en þar var einnig tap. 
 
Laun hærra hlutfall af tekjum á landsbyggðinni
 
Fram kemur einnig í könnuninni að laun sem hlutfall af tekjum er að jafnaði hærra hjá hótelum á landsbyggð en í höfuðborginni. Laun sem hlutfall af tekjum námu tæplega 45% hjá hótelum á landsbyggðinni á liðnu ári en hlutfallið var ríflega 36% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi. 
 
Fram kemur í könnuninni að rekstur hótela á landsbyggðinni hafi versnað á liðnum árum með einni undantekningu, 2016 var mjög gott ár í ferðaþjónustu, enda fjölgaði komum ferðamanna það ár um tæp 40% frá árinu á undan og gengi krónunnar hækkaði verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Tekjur jukust því bæði vegna fjölgunar ferðamanna og hagstæðrar þróunar á gengi krónunnar.
 
10 þúsund hótelherbergi í boði
 
Alls náði könnunin til fyrirtækja sem voru með 5.581 hótelherbergi í rekstri árið 2018 en hótelherbergi á landinu öllu eru um 10 þúsund talsins, þannig að þátttaka var yfir 55% mælt í fjölda herbergja. 
 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Hótel

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...