Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norðmenn fluttu inn meiri raforku 2019 en þeir fluttu út
Fréttir 19. febrúar 2020

Norðmenn fluttu inn meiri raforku 2019 en þeir fluttu út

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á árinu 2019 voru seldar 11,7 terawattstundir af raforku frá Noregi sem framleidd var með vatnsorku. Vegna lágrar vatnsstöðu í uppistöðulónum hafa Norðmenn hins vegar þurft að flytja inn til eigin nota 11,8 tera­wattstundir af orku, samkvæmt frétt  í norska viðskiptablaðinu Finansavisen. 
 
Eins og Íslendingar þekkja vel þá leiddi aðskilnaður framleiðslu og flutnings á orku til kostnaðarauka fyrir neytendur og ljóst er að flutningur á orku um dýra sæstrengi um óraleiðir til og frá Noregi er heldur ekki ókeypis. Innflutningur Norðmanna á raforku í fyrra var sá mesti síðan 2010 samkvæmt tölum Statnett. Ástæðan er að norsk raforkuframleiðsla dugði ekki bæði til að mæta innanlandsþörfum og til að standa við samninga um útflutning á raforku. Í skiptum fyrir hreinu orkuna frá Noregi þurftu Norðmenn því að flytja inn heldur meiri raforku sem væntanlega hefur þá verið framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. 
 
Í frétt Finansavisen segir Toini Løvseth hjá Energi Norge að innflutningur á raforku umfram útflutning stafi af því að í fyrra hafi lítið snjóað í fjalllendi Noregs. Snjóbráð á síðasta vori og sumri dugði því ekki til að halda uppi raforkuframleiðslu í meira en 1.000 vatnsorkuverum í Noregi sem dygði bæði fyrir innanlandsnotkun og til útflutnings allt árið.
 
Hámarka hagnað
 
Raforkusalan í Noregi stýrist nú af markaðsverði í Evrópu samkvæmt regluverki orkupakka 1, 2 og 3 sem Alþingi Íslendinga hefur einnig samþykkt að gangast undir. Því er selt rafmagn frá Noregi þegar verðið þykir hagstætt á markaði óháð vatnsstöðu í uppistöðulónum. Það þýðir að ef raforku vantar innanlands þegar lítið er í lónum, þá verða Norðmenn að flytja inn þá orku. Løvseth segir að þetta þýði hins vegar aðeins að Norðmenn hafi flutt inn mikið af raforku vegna þess að hún hafi verið ódýrari í einhverju nágrannalandanna en hægt var að fá fyrir endurnýjanlegu orkuna frá Noregi á markaði. Án þessa innflutningsmöguleika væri rafmagnsreikningur Norðmanna hærri. 
 
Løvseth nefnir hins vegar ekki að lág vatnsstaða í lónum skapar skort á rafmagni sem auðvelt er að nota samkvæmt markaðslögmálinu til að rökstyðja nauðsyn á hækkun orkuverðs. Þetta hafa neytendur í Noregi einmitt verið að ganrýna að undanförnu og segja að þessi markaðsleikur með raforkuna hafi stórhækkað orkuverðið. 
 
Hagnaðardrifið markaðskerfi á kostnað neytenda
 
Eins og fram hefur komið í fréttum er hagnaðardrifið markaðskerfi raforku í Evrópu alls ekki rekið sem góðgerðarstarfsemi fyrir almenna notendur. 
 
Ef svo væri hefði orkuiðnað­ur­inn aldrei samþykkt að koma því kerfi á laggirnar. Kerfinu er þess í stað ætlað að tryggja orkumiðlun og tryggja aðildarlöndum ESB næga orku þegar þau þurfa á henni að halda á sameiginlegum markaði.
 
Vekur áhuga fjárfesta  á raforkuiðnaðinum
 
Í dag er kerfið afar hagfellt stóru orkufyrirtækjunum og gefur þeim kost á að nýta sér stöðuna á markaði til að hámarka sinn hagnað hverju sinni. Þetta hefur vakið áhuga fjárfesta og um leið sett mikla pressu á að ríkisrekin raforkufyrirtæki innan ESB-landanna væru brotin upp og einkavædd. Hefur það leitt til málaferla stofnana ESB við einstök ríki sambandsins. Markaðsvæðing raforkunnar hefur síðan leitt til sívaxandi flutnings raforku um sameiginlegan markað um langar og dýrar flutningsleiðir fram og til baka milli Evrópulanda. Það flutningskerfi er ekki ókeypis og fyrir flutninginn þurfa almennir raforkunotendur á endanum að borga ofan á síbreytilegt markaðsverð raforku, eins og fréttir frá Noregi vitna um. 
 
Norðmenn framleiða um 131 terawattstund á ári af raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum úr vatni og vindi. Um 9% þeirrar orku, eða 11,7 teravattstundir, voru seldar úr landi á síðasta ári um sæstrengi til annarra Evrópulanda. 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...