Mynd/TB Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur fjallar um garðyrkju og gróður í nýjum hlaðvarpsþætti í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Fréttir 16. janúar 2020

Nýr hlaðvarpsþáttur: Ræktaðu garðinn þinn

Ritstjórn

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaðamaður Bændablaðsins, er stjórnandi nýs hlaðvarpsþáttar í Hlöðunni sem ber nafnið „Ræktaðu garðinn þinn“. Nafnið er dregið af samnefndum hópi á Facebook sem Vilmundur stofnaði á sínum tíma og gengur út á ráðgjöf og skoðanaskipti um garðyrkju og gróður. Alls eru nú 36.500 manns í hópnum sem er mjög virkur og fer stöðugt stækkandi.

Í þessum fyrsta þætti af Ræktaðu garðinn þinn í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, fjallar Vilmundur Hansen um sáningu og meðferð smáplantna.

Þátturinn Ræktaðu garðinn þinn er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.