Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum
Fréttir 10. mars 2015

Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís auglýsir eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum auðlindum.

Ætlast er til þess að verkefnið skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi.


Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar)


Verkefnið er hluti af nýsköpunarverkefnum undir “Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014-2016) í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa. Sjá meira um heildarverkefnið hér.

Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup.

Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í apríl og verði lokið í október 2015.

Umsóknafrestur er til 23. mars 2015. Sótt er um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað sem má finna hér.


Matsblöð sem notuð verða við mat á umsóknum. Matsblað (á íslensku), Evaluering (in Danish).

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Þóra Valsdóttir hjá Matís.
 

Skylt efni: Matís | vöruþóun

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...