Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ófriður og veðrabreytingar ógna fæðuöryggi þjóða
Fréttir 9. mars 2018

Ófriður og veðrabreytingar ógna fæðuöryggi þjóða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fæðuöryggi íbúa Austur-Afríku er víða ótryggt. Verðhækkun á korni og ófriður á svæðinu er helsta ástæða þessa. Stór hluti íbúa landa eins og Búrúndi, Úganda og Sómalíu þarf mataraðstoð til að halda lífi.

Ófriður í fjölda landa í austan­verðri Afríku er þess valdandi að milljónir hafa misst heimili sín og möguleika á að stunda búskap sér til lífsviðurværis. Vegna skorts á mat hefur verð á honum víða margfaldast og svartamarkaðsbrask með matvöru er mikið.

Ræningjahópar ráðast á matvælaflutningalest hvort sem þær eru á vegum innlendra aðila eða erlendra hjálparstofnana. Minni úrkoma vegna veðrabreytinga hefur einnig leitt til uppskeruminnkunar og uppskerubrests. Á sama tíma og uppskerubrestur á korni leiðir til verðhækkunar dregur hann úr möguleikum fólks í Austur-Afríku til að afla sér matar.

Skylt efni: Austur-Afríka

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...