Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. apríl 2019

Óskað eftir lengri fresti vegna sameiningar Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Sameiningarviðræður Norð­lenska, Kjarnafæðis og SAH afurða hafa gengið ágætlega, en einhverjar tafir hafa þó orðið enda málið ekki einfalt viðureignar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Hann segir að áhugasamir fjárfestar hafi óskað eftir lengri tímafrestum til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í hlut í sameinuðu fyrirtæki.
 
„Tilboð hafa nú borist en það á eftir að fara betur yfir þau og eins að ræða við tilboðsgjafa,“ segir Ágúst Torfi.
 
Boðað hafði verið til hlut­hafafundar í Búsæld, félagi sem á Norðlenska, nú á laugardag 30. mars í Mývatnssveit, en vegna tafa sem orðið hafa hefur honum verið frestað. Ágúst Torfi segir að nýtt fundarboð verði sent út þegar ljóst sé hvenær þeirri vinnu sem þarf að ljúka fyrir hluthafafund verði lokið.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...