Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Frá Terra Madre í Tórínó árið 2016.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2018

Óskað eftir þátttakendum í Terra Madre Nordic 2018

Höfundur: smh
Terra Madre Nordic er norrænn viðburður sem haldinn verður í Kødbyen í Kaupmannahöfn dagana 27.–29. apríl 2018.
 
Terra Madre er Slow Food verkefni sem hugsað var í beinu framhaldi af vinsældum Slow Food-hreyfingarinnar. Terra Madre felst í viðburðahaldi og mótun tengslanets þeirra sem starfa í anda Slow Food-hreyfingarinnar. Fyrsti Terra Madre viðburðurinn var haldinn á Ítalíu árið 2004 en frá árinu 2007 hafa sambærilegir viðburðir verið haldnir til dæmis á Írlandi, í Tansaníu, Brasilíu, Argentínu, Rússlandi og fleiri löndum. Alltaf er um að ræða sama form á Terra Madre viðburðum; sýningar (sala og kynning á afurðum), smiðjur og fyrirlestrar.
 
Terra Madre í fyrsta skiptið á Norðurlöndunum
 
Þetta er í fyrsta sinn sem Terra Madre viðburður er skipulagður á Norðurlöndunum. Slow Food-samtökin á Norðurlöndum ásamt samstarfsaðilum þeirra móta viðburðinn en í boði verða fyrirlestrar, smiðjur (workshops) og sölu- og kynningarbásar fyrir þátttökufyrirtæki sem starfa samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni.
 
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, sem gildir um Ísland jafnt sem hinar Norðurlandaþjóðirnar. Styrkurinn nýtist til að setja upp og skipuleggja viðburðinn og greiða laun verkefnisstjóra en auk þess fær hvert land fjármagn til að standa undir hluta af kostnaði þátttakenda í Kaupmannahöfn; uppsetningu bása og fleira.  Þátttakendur sjá hins vegar sjálfir um kostnað við ferðir, uppihald, og sendingar á vörum.
 
Þrjú þemu verða lögð til grundvallar á viðburðinum:
  • Conservation through Consumption 
  • Nordic Diversity: From Tradition to Innovation
  • Food Policy for a common future. 
Skilyrði fyrir þátttöku eru að aðilar starfi samkvæmt Slow Food-hugmyndafræðinni. 
 
Slow Food-samtökin á Íslandi munu svo velja þátttakendur úr innsendum umsóknum. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sent umsóknir á Dominique Plédel Jónsson (dominique@simnet.is) eða Dóru Svavarsdóttur (dora@culina.is) hjá Slow Food Reykjavík, þar sem frekari upplýsingar fást einnig. Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
 
Samstarfsaðilar verkefnisins eru Slow Food Reykjavík, Íslandsstofa og Matarauður Íslands. 
 
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...