Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Epinephelus fuscomarginatus.
Epinephelus fuscomarginatus.
Fréttir 3. júní 2020

Óþekkt fisktegund í matinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífríki hafsins er fjölbreytt og annað slagið finnast áður óþekktar tegundir í sjónum. Það er þó sjaldgæft að menn finni stórar tegundir fiska sem ekki hafa verið greindar áður.

Íbúar í Suðaustur-Ástralíu hafa í talsverðan tíma verið að veiða og borða fisk, sem sagður er vera bragðgóður, sem þar til fyrir skömmu hefur ekki verið vísindalega greindur til tegunda.

Fiskurinn sem um ræðir hefur manna á meðal gengið undir heitinu rockcod en líkist fremur karfa en þorski.

Fiskurinn vakti fyrst athygli þegar sjómaður sendi áströlskum fiskifræðingi mynd af fiskinum til greiningar sem hann þekkti ekki. Við nánari leit fann fiskifræðingurinn eintak af fiskinum á fiskmarkaði við Brisbane.

Í dag hefur tegundin fengið latínuheitið Epinephelus fusco­marginatus og sagt að búsvæði hennar sé við Kóralrifið mikla út frá strönd Queensland á um 220 metra dýpi.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...