Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Páfagaukastríð
Fréttir 17. október 2019

Páfagaukastríð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Nýleg talning sýnir að fuglunum hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund á síðastliðnum þremur árum en tölur frá 2005 segja að fuglarnir hafi verið um 1700 í og við borgina. Fuglarnir bárust upphaflega til Evrópu sem gæludýr en vegna þess hversu vel þeir hafa aðlagast náttúrunni í nýjum heimkynnum sínum var lagt bann við að ala þá sem gæludýr á Spáni fyrir átta árum. Líftími fuglanna er 20 til 30 ár.

Samkvæmt yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Madrid er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við enn frekari útbreiðslu fuglanna þar sem þeir eru farnir að keppa við aðrar fuglategundir um æti og ekki síst vegna þess að fuglarnir geta verið smitberar og borið með sér fuglaflensu og salmonellu.

Páfagaukarnir eru hópdýr sem byggja sér stór hreiður úr greinum sem þeir rífa af trjám og getur hreiðurgerð þeirra valdið verulegum skemmdum á trjágróðri þar sem margir fuglar koma saman. Fuglarnir nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta við það á hverju ári og hafa stærstu hreiður vegið allt að 200 kílóum og þar sem greinar trjáa sem hreiðrin eru byggð í hafa átt til að gefa sig undan þunga þeirra er slysahætta af þeirra völdum sögð talsverð.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...