Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi
Fréttir 4. mars 2020

Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi

Höfundur: /ehg/Nationen
Nú hefur Q-mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. 
 
Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. 
 
Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. 
 
Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030.
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...