Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í Gautavík,
Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í Gautavík,
Fréttir 5. desember 2019

Reglur um ræktun á iðnaðarhampi þvert á ráðuneyti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Greint var frá því á vef Bænda­blaðsins fyrir skömmu að lögreglan á Austurlandi hafi heimsótt Gautavík í Berufirði. Erindið var að kanna, að tilmælum Lyfjastofnunar, hvort ræktun ólöglegra plantna ætti sér stað á býlinu. Fyrirhugað er að setja á fót starfshóp til að skoða ræktun á iðnaðarhampi hér á landi.

Síðastliðið sumar ræktuðu ábúendurnir í Gautavík iðnaðarhamp í tilraunaskyni á um einum hektara. Meginmarkmiðið var að vekja athygli á notagildi hampsins, en þau ætli einnig að gera tilraunir með að nota hráefnið til að framleiða trefjaplötur til að skera módel­leikföngin sín út úr, í stað MDF, sem er harðpressaður pappi, og verða þannig sjálfbær um hráefni. Bændablaðið fjallaði um þá ræktun í haust. Sú ræktun gekk ágætlega þrátt fyrir slæmt sumar og voru fræin flutt inn síðastliðið vor með leyfi Matvælastofnunar.

Að sögn ábúendanna fengu þau svokallað MST-númer frá MAST þegar þau höfðu skilað inn vottorðum frá fræframleiðandanum um að fræin væru sótthreinsuð og innihéldu innan við 0,2% magn af THC, ásamt útfylltu eyðublaði sem allir innflytjendur sáðvöru þurfa að fylla út. Þegar fræin hafi komið til landsins hafi þau látið tollinn hafa þá pappíra og tollurinn þá hleypt þeim inn í landið.

Fundur með landbúnaðarráðherra

Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í Gautavík, segir að eftir heimsókn lögreglunnar hafi hún farið á fund landbúnaðarráðherra og rætt stöðu, hindranir og næstu skref varðandi ræktun iðnaðarhamps hér á landi.

Á fundinum upplýsti Oddný ráðherra um að samkvæmt lögum Evrópusambandsins hafi verið löglegt að rækta iðnaðarhamp til framleiðslu á trefjum svo lengi sem magn THC í plöntunni sé ekki yfir 0,2% frá árinu 2000.

Að sögn Oddnýjar ganga reglur um ræktun á hampi þvert á ráðuneyti. „Sé um að ræða hamp sem ræktaður er til framleiðslu á lyfjum er það á verksviði heilbrigðisráðuneytisins en sé um að ræða húð- og hárvörur eða hreinlætisvörur fellur framleiðslan undir umhverfisráðuneytið. Ræktun á hampi til framleiðslu á fatnaði, rekstrarvörum, leikföngum og ýmsum nytjavörum fellur undir iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið en framleiðsla á fæðubótarefnum, fóðri og sáðvöru undir landbúnaðarráðuneytið. Þegar kemur að tilraunaræktun og fræðslu er sá hluti undir menntamálaráðuneytinu og toll- og löggæsla er undir dómsmálaráðuneytinu. Þannig að flækjustigið er talsvert.“

Oddný segir að landbúnaðarráðherra hafi sýnt málinu skilning á fundinum og sagt að hann vildi gjarnan fylgjast með framgangi þess.

„Ég átti svipaðan fund með Þórdísi Kolbrúnu iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrir skömmu og viðbrögðin voru svipuð. Eftir heimsókn lögreglunnar sendi ég póst á heilbrigðisráðherra sem svaraði því til að viðræður væru fyrirhugaðar við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um að það muni skipa starfshóp um málið með aðkomu sérfróðra aðila sem skipaðir verði af heilbrigðisráðuneytinu.“ 


“ Oddný segist ekki vita til þess að enn hafi verið skipað í þennan starfshóp.

Ekki í meðferð hjá ráðuneytinu

Samkvæmt upplýsingum frá land­búnaðar­ráðu­neytinu er „þetta mál [er] ekki til meðferðar í ráðuneytinu. Hins vegar lýsti ráðherra yfir á fundinum vilja til að aðstoða hana eins og kostur er við að leysa málið og bað Oddnýju um að leyfa sér að fylgjast með framhaldi málsins. Kristján Þór sagði á fundinum að um væri að ræða frumkvöðlastarf sem feli í sér mikil tækifæri. Mikilvægt væri að leita leiða til að leysa sem fyrst úr þeirri stöðu sem upp væri komin.“

Hampur fluttur inn í margs konar formi

Árið 2012 leyfði Lyfjastofnun inn­flutning á hamppróteindufti og hampfræjum sem markaðssett voru sem heilsufæði hér á landi. Upphaflega hafnaði Lyfjastofnun innflutningnum á þeim forsendum að hamppróteinduftið og hampfræin væru ávana- og fíkniefni sem væru óleyfileg hér á landi, þar sem um afurðir kannabisplöntunnar er að ræða. Seinna kom í ljós að vörurnar voru framleiddar úr iðnaðarhampi sem veldur hvorki vímu né hefur ávanabindandi áhrif.

Oddný segir að mat Lyfjastofnunar á því að ræktun á iðnaðarhampi sé torskilin og til að gæta jafnræðis þyrfti að stöðva innflutning á matvælum úr iðnaðarhampsfræjum, fuglafræjum og klæðnað og annan textíl og bíla og flugvélar sem innihalda einangrun úr iðnaðarhampi sem og ýmiss konar nytjahluti úr iðnaðarhampi.

Sýni og myndir utan- og innandyra

Að sögn ábúenda í Gautavík fór lögreglan um svæðið, utan- og innandyra, með leyfi húsráðanda, enda engin húsleitarheimild til staðar. Teknar voru myndir af umfangi hampræktunarinnar á staðnum, afurðum og pappírum, til dæmis leyfisbréfi frá MAST vegna innflutnings á fræjum og tekin sýni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...