Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót
Fréttir 4. nóvember 2019

Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa Mast er nú að benda sauðfjárbændum á að um næstu áramót verður óvirkt greiðslumark bænda fellt niður. 
 
Þann 1. janúar 2020 kemur í fyrsta skipti til framkvæmda ákvæði 2. mgr. 10. gr. í reglugerð 1262/2018 með stoð í 38. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um að greiðslumark sem er óvirkt í þrjú ár samfellt frá 1. janúar 2017 skuli fellt úr gildi. Sjá auglýsingu Búnaðarstofu MAST í Bændablaðinu í dag á bls. 41.
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðar­stofu MAST er um að ræða 11.341,3 ærgildi á 383 lögbýlum, sem hafa verið óvirk í 3 ár samfellt frá 1.1.2017.
 
Verðmæti þessa greiðslumarks er um 200 milljónir króna ef allt verður innleyst á innlausnarmarkaði ársins.
 
Búnaðarstofa mun senda bréf á næstu dögum til allra sem eru rétthafar þessa óvirka greiðslumarks skv. upplýsingum í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ.
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu, verður haldinn innlausnardagur í lok nóvember eða byrjun desember nk. í samræmi við samkomulag bænda og ríkis um endurskoðun sauðfjársamnings, sem samþykktur var fyrr á árinu. Þá geta allir rétthafar greiðslumarks óskað eftir innlausn greiðslumarks á núvirtu innlausnarvirði sem svarar til beingreiðslum þriggja ára. Nánari útfærsla mun koma fram í reglugerð ráðherra, sem beðið er eftir. 

Skylt efni: ærgildi

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...