Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Mynd / TB
Fréttir 29. júlí 2019

Rússinn er kominn til landsins!

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Menn ráku upp stór augu á götum Reykjavíkur á dögunum þegar sást til nýs Rússajeppa í borgarumferðinni. Þótt útlitið væri fornt var ljóst að þarna var glæný bifreið á ferðinni. 
 
Við nánari athugun reyndist eigandinn vera Eysteinn Yngvason en hann er að hefja innflutning á þessu virta rússneska ökutæki í gegnum fyrirtæki sitt, UAZ Iceland ehf.
 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leyndi ekki aðdáun sinni á Rússanum þegar hann fyrir tilviljun hitti Eystein fyrir utan Bændahöllina.
 
Áður en jeppinn kemur hingað til lands er hann sendur í klössun í Þýskalandi. Þar er átt við vélina svo Rússinn komist í gegnum skráargat evrópskra mengunarvarna. Einnig er bíllinn með veglegum aukabúnaði, m.a. amerísku dráttarbeisli, gálga fyrir varadekk, stiga, toppgrind sem ber 300 kíló og efnismikla stuðara. Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns. Hann er búinn 113 hö fjölventla vél með Bosch innspýtingu, vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Nánari upplýsingar um Rússann er að finna á vefslóðinni www.russajeppar.is en Eysteinn segir að fljótlega skýrist hvað hann muni kosta. Það fari m.a. eftir því hvernig tollayfirvöld ákveða að skilgreina jeppann. Víst er að fyrir íslenska bændur getur Rússajeppinn verið góður kostur í búverkin. 
 
Rússinn verður fáanlegur með haustinu.
 
Rússinn er með vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns.
 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...