Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa
Fréttir 26. október 2018

Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt vefsíðu AgriForum, verða kynntar fyrir árslok yfir 17 milljarða rúblna fjárfestingar í landbúnaði í Stavropol-héraði í Rússlandi. 
 
Er þetta haft eftir svæðisstjóranum Vladimir Vladimirov  á fundi í Mineralny Voda þann 9. október. Þar hélt hann fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um landbúnaðarmál. 
 
Rússar settu í gang afar metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu í landbúnaði í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga. Pútín forseti gaf þá út yfirlýsingu um að Rússar yrðu orðnir sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur fyrir árslok 2020. Þessu marki hafa þeir þegar náð á nokkrum sviðum landbúnaðarframleiðslunnar með tilheyrandi samdrætti í innflutningi sem áður kom m.a. frá ESB-ríkjum. 
 
 
Sagði Vladimirov að á meðal verkefna sem rætt hafi verið um væru margháttuð ný verkefni. Þar á meðal væri bygging á geymslumiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, bygging gróðurhúsa, kornvinnsla, bygging á húsum fyrir búfé og uppsetning á sérstökum eplagarði. 
 
Þegar á þessu ári verður fjórum verkefnum lokið sem kosta nærri 2 milljörðum rúblna. 
 
Vladimirov benti á að Stavropol-svæðið væri brauðkarfa Rússlands. Nauðsynlegt væri að styrkja sögulega stöðu þess í tengslum við áætlanir yfirvalda um sjálfbærni landsins. Þá sagði hann að fjölmörg önnur landbúnaðarverkefni væru þegar í gangi, m.a. í mjólkur- og kjötframleiðslu í tengslum við átak í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...