Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Schnitzel“-viðvörun gefin út í Þýskalandi
Mynd / Wikimedia commons
Fréttir 27. desember 2019

„Schnitzel“-viðvörun gefin út í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikill samdráttur í kínverskri svínakjötsframleiðslu hefur orðið til þess að kjötiðnaðurinn í  Þýskalandi varaði á dögunum við hugsanlegum skorti heima fyrir samfara verðhækkunum. Hafa Landssamtök kjötiðnaðarins (BVDF) því gefið út það sem nefnt er „Schnitzel-viðvörun“ vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar.

Þetta er þegar farið að hafa áhrif meðal annars á pylsugerð í þessu landi mestu pysluaðdáenda í heimi.  Um helmingi svína hefur verið slátrað í Kína og hefur það hrundið af stað stríði í kjötviðskiptum um allan heim, samkvæmt fréttum þýska blaðsins Bild.

BVDF segir að kínversk fyrirtæki kaupi nú mikið af kjöti erlendis frá til að bæta upp skort á framboði í Kína. Er því orðin umtalsverð umframeftirspurn á svínakjötsmarkaði heimsins.

Kína segir að gengið verði á varabirgðir svínakjöts til að halda aftur af verðhækkunum í verslunum. Hins vegar segja Landssamtök kjötiðnaðarins að þýskir neytendur verði ekki eins heppnir.

Pylsuverð fer hækkandi

Forseti BVDF-samtakanna, Sarah Dhem, segir að pylsur séu farnar að hækka í verði og atvinnugreinin hafi staðið gegn verðstýringu vegna þess að markaðsaðstæður hafi verið mjög samkeppnishæfar. Það sé nú ekki lengur raunhæft þar sem hart hafi verið lagt að framleiðendum að fara út í dýrar fjárfestingar vegna krafna um aukna dýravelferð og sjálfbærni í búskap. Þetta sé nú allt í hættu.

Kínverjar reyna nú að kaupa svínakjöt hvar sem í það næst í heiminum til að mæta niðurskurði í framleiðslu heima fyrir. Þótt verð á svínakjöti í Kína hafi aldrei verið hærra en nú er samt búist við enn frekari verðhækkun vegna aukinnar kjötneyslu þegar Kínverjar fagna nýju tungli í janúar.

Kjötneysla Kínverja hefur gríðarleg áhrif

Kínverjar voru langöflugustu framleiðendur á svínakjöti í heiminum á árinu 2018. Þá framleiddu þeir rúmlega 54 milljónir tonna af 120,7 milljóna tonna heildarframleiðslu. Bara við það að þeirra framleiðsla dragist saman á næstu misserum um 45%, eins og spáð hefur verið, vegna svínapestarinnar, þá þýðir það að 24 milljónir tonna hverfa af markaðnum í Kína. Svínpestin er síðan farin að hafa áhrif víða um lönd svo áhrifin geta hæglega orðið mun meiri. Er þetta þegar farið að hafa áhrif til hækkunar á öðrum kjöttegundum, eins og á kindakjöti frá Nýja-Sjálandi. Heildarframleiðslan á kindakjöti í heiminum var tæplega 14,9 milljónir tonna á síðasta ári og búist er við að hún verði um 15 milljónir tonna í ár. Þá voru nærri 72 milljónir tonna af nauta- og kálfakjöti framleidd í fyrra og rúmlega 128 milljón tonna af alifuglakjöti.  – Sjá líka frétt á bls 58 í nýjasta Bændablaðinu.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...