Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það er gott fyrir viðskiptin að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Í Bændahöllinni í Reykjavík er hleðsluaðstaða fyrir tvo bíla í boði fyrir viðskiptavini hótelsins.
Það er gott fyrir viðskiptin að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Í Bændahöllinni í Reykjavík er hleðsluaðstaða fyrir tvo bíla í boði fyrir viðskiptavini hótelsins.
Mynd / TB
Fréttir 31. júlí 2019

Sextán stöðvar komnar upp undir merkjum Hleðslu í hlaði

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Þátttakendum í verkefninu Hleðsla í hlaði fer smám saman fjölgandi. Verkefnið var sett á laggirnar í upphafi árs 2017 með það markmið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla i sveitum landsins. 
 
Í dag eru 16 félagar innan Hey Iceland og Bændasamtaka Íslands búnir að setja upp hleðslustöðvar og eru tilbúnir að þjónusta ökumenn á rafmagnsbílum, þar af 14 gististaðir.  
 
Að sögn Berglindar Viktorsdóttur hjá Hey Iceland geta félagar í BÍ og Félagi ferðaþjónustubænda sótt um 50.000 kr. styrk í verkefnið sem þeir fá þegar stöðin er komin í gagnið. Þá býðst stærri gistiheimilum og hótelum að sækja um styrk í Orkusjóð, en sá styrkur getur numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við uppsetningu á hleðslustöð. Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vef Orkustofnunar, www.os.is. Nánari upplýsingar um styrki Orkusjóðs er að finna á vef Orkustofnunar en umsóknarfrestur er til 15. ágúst næstkomandi. 
 
Ekki eftir neinu að bíða
 
Ljóst er að mjög gott tækifæri er fyrir bændur í ferðaþjónustu að skapa sér samkeppnisforskot með því að setja upp hleðslustöðvar um þessar mundir. 
 
„Það þarf að þétta net hleðslu­stöðva um land allt til að greiða aðgang þeirra sem keyra um á rafmagnsbílum. Eftir því sem rafbílum fjölgar á vegum landsins þá verða tækifærin fleiri fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða viðskiptavinum að hlaða bílinn yfir nótt eða að staldra við í styttri tíma.  Það er ljóst að tækifærin liggja í loftinu og eru félagar Hey Iceland og Bændasamtakanna hvattir til að kynna sér málið betur og nýta sér þá styrki sem í boði eru þessa dagana,“ segir Berglind.
 
Kort og upplýsingar á vefnum
 
Upplýsingar um Hleðslu í hlaði og þá staði sem bjóða upp á rafhleðslu er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Allnokkrir hleðslustaðir eru komnir á kortið á vefsíðunni plugshare.com þar sem rafbílanotendur fá upplýsingar um hleðslukosti. Á vefsíðu Hey Iceland, heyiceland.is, má finna alla gististaði innan þeirra vébanda sem eru með hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
 
 
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.