Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jens-Eike Täubert rannsakar tilfelli sýkingar af PDS heilkenni í brúnum silungi.
Jens-Eike Täubert rannsakar tilfelli sýkingar af PDS heilkenni í brúnum silungi.
Mynd / Dýralíffræðideild TUM
Fréttir 21. desember 2018

Silungadauði rakinn til víruss sem drepur líka lax í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á hverju sumri drepst brúnn silungur í tonnatali í ám og vötnum í Suður-Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Nú hefur þverfaglegt teymi frá Tækniháskólanum í München (TUM) komist að því að orsök þessa dularfulla silungadauða er áður óþekktur vírus sem herjar m.a. á lax í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi. 
 
Staðirnir sem silungadauðans hefur orðið vart í fyrrnefndum löndum eru alltaf þeir sömu ár eftir ár og fórnarlömbin eru í öllum tilvikum brúnn silungur. Á nokkrum dögum eftir smitun verður roð þeirra mjög dökkt og síðan drepast fiskarnir. Vísindamen hafa reynt að grafast fyrir um þennan fjöldadauða í silungastofninum án árangurs um áratugaskeið þar til nú. 
 
Brúnn silungur (brown trout) sem Íslendingar þekkja sem urriða. 
 
Með því að beita óvenjulegum rannsóknaraðferðum hefur prófessorinn og líffræðingurinn Ralph Kühn og rannsóknarteymi hans í Tækniháskólanum í München tekist að bera kennsl á sjúkdómsvaldinn sem veldur þessu dökknunarheilkenni [the proliferative darkening syndrome - PDS] á roði brúnna silunga.  
 
„Stærsta áskorunin var að komast að því hver væri þessi sjúkdómsvaldur sem enginn þekkti deili á. Menn voru alls ekki vissir um hvort þetta var af völdum víruss, baktería eða vegna eitrunar í umhverfinu,“ segir Kühn. Í tíu ár héldu vísindamenn áfram að leita að orsökinni. Settar voru upp tilraunastöðvar við ána Ille nærri Obersdorf í Þýskalandi þar sem þessa sjúkdóms hafði aldrei orðið vart. Önnur stöð var sett upp neðar á vatnasvæðinu nærri Kempten þar sem brúnn silungur drapst á hverju sumri. Á báðum stöðum settu rannsakendur upp fiskabúr sem vatn var leitt í úr ánum. Þeir veiddu fisk til að setja í búrin á tímabilinu frá maí og fram í september og tóku úr þeim húð- eða roðsýni sem voru síðan fryst og send í rannsókn í Tækniháskólanum. 
 
Orsökin reyndist vera vírus
 
Athuganir vísindamanna bentu til að PDS þróaðist í þrem áföngum. Í upphafi virtust fiskarnir heilbrigðir. Síðan byrjuðu innyfli að breytast eins og lifur og nýru. Í þriðja fasa sjúkdómsins fór roð fiskanna að dökkna og fljótlega eftir það drápust þeir. Vegna þessarar þróunar sjúkdómsins fór okkur fljótlega að gruna að orsök heilkennisins væri veirusjúkdómur,“ sagði Kühn. 
 
Skyldur vírus sem drepur lax í Atlantshafi og Kyrrahafi
 
Til að einangra vírusinn í sýnunum beittu vísindamennirnir nútíma sameindaerfðafræðilegum aðferðum sem þekktar eru sem „næstu kynslóðar tækni“. Hægt er að ná fram mjög nákvæmum greiningum með slíkri tækni. Beittu vísindamennirnir einnig tölvutækninni til að finna nákvæmlega þessa sjúkdóms­valdandi veiru í fyrir­liggjandi gagnabanka. Var genamengið í þessum vírus síðan borið saman við þekkta vírusa og gátu þannig ákvarðað erfðamengi sjúkdómsvaldsins. Kom þá í ljós að veiran er skyld veiru sem veldur smiti í laxi í Norður-Atlantshafi og í Kyrrahafi og veldur þar miklu tjóni. 
 
Næsta skref er að rækta veiruna á rannsóknarstofu og kanna orsakirnar fyrir því af hverju hún finnist bara í ákveðnum hluta vatnakerfis í Ölpunum og í hvaða mæli viðskipti með fisk getur breytt út sjúkdóminn. 

Skylt efni: fisksjúkdómar

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...