Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. apríl 2020

Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm.

Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins.

Elsta einbreiða brúin á hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.

Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur­vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps­vötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna­manna­vegi, og Skjálfanda­fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða­foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. 

Skylt efni: einbreiðar brýr | brýr

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...