Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr
Fréttir 6. júní 2018

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt verkefni hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Í rannsókninni verða áhrif þanggjafar á nyt kúa og innihald mjólkur skoðuð. Þegar fóðurtilraun hefst verður fylgst með nyt og innihaldsefnum mjólkur til samanburðar við mælingar sem voru gerðar áður en þangmjöl var gefið.

Verkefnið er unnið í samstarfi Matís og tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og þangið kemur frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

Verkefnastjóri er Ásta Heiðrún Pétursdóttir, auk hennar frá Matís koma Helga Gunnlaugsdóttir og starfsmenn efnamælinga að verkefninu

Verkefnið hófst 1. Mars sl. og því lýkur 31. desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | Kýr | þang

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...