Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram
Fréttir 27. mars 2020

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírusinn berist með matvælum.

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs­stjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að ef uppkomi smit á COVID-19 veirunni í matvælaframleiðslu beri viðkomandi og öllum samstarfsmönnum að fara í sóttkví.

„Landlæknir ákveðu næstu skref og hvernig er brugðist er við. Fólk sem hefur greinst með COVID-19 eða er með nefrennsli, hósta eða hnerra má ekki vinna við að framleiða mat eða bera fram matvæli. Þessi regla er skýr í reglugerð um hollustuhætti matvæla og samkvæmt henni skulu stjórnendur matvælafyrirtækja gera ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn sem meðhöndli matvæli sé heilbrigt.“

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis

Ingibjörg segir að ef starfsmaður greinist með COVID-19 og einkenni komið fram eftir að hafa mætt til vinnu á hann og samstarfsfólk hans tafarlaust að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum landlæknis.

„Einnig eiga að fara fram þrif á vinnustaðnum samkvæmt leiðbeiningum landlæknis áður en vinnsla hefst aftur með öðrum starfsmönnum eða þegar sóttkví lýkur.“

Vírusinn þarf hýsil

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Mast þurfa kórónavírusar hýsil, menn eða dýr, og geta því ekki fjölgað sér í mat. „Litlar líkur eru taldar á að vírusinn geti borist með matvælum. Smit með matvælum þyrfti í öllu falli að fela í sér mengun frá sýktum einstaklingi sem meðhöndlar matvæli með óhreinum höndum, eða með dropasmiti frá hósta eða hnerra.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...