Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hér á landi hefur verið óheimilt að fella hreindýrskálfa frá árinu 2011. Mynd / BBL.
Hér á landi hefur verið óheimilt að fella hreindýrskálfa frá árinu 2011. Mynd / BBL.
Fréttir 9. ágúst 2019

Tilmæli um að fella ekki kú frá kálfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til veiða á hreintörfum er gengið í gildi og stendur til 15. september en veiðar á hreinkúm hefjast 1. ágúst og standa til 20. september.

Umhverfisstofnun hefur sent út tarfaleyfin til þeirra sem greitt hafa fyrir leyfið, staðist skotpróf og eru með veiðikort í gildi. Veiðileyfi fyrir kýr verða send út á næstu dögum.

Veiðistjórnun og velferð dýra

Fagráð um velferð dýra hefur beint þeim tilmælum til stofnunarinnar að veiðistjórnun og tímabil hrein­dýraveiða verði endurskoðað með tilliti til velferðar hreinkálfa sem verða móðurlausir á veiðitímabilinu. Í tilmælunum vísaði Fagráðið til þess að í Noregi væri lögð áhersla á þá veiðisiðfræði að fella ekki kú frá kálfi og að helst eigi að fella kálfinn á undan kúnni auk þess sem veiðar hefjast þar að jafnaði seinna en hér á landi. Fagráðið benti einnig á að nauðsynlegt sé að rannsóknir verði gerðar á þroska og afdrifum kálfa með tilliti til þess hvort þeir fylgi móður að vetri eða eru móðurlausir til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum hver áhrif veiða eru á afdrif kálfa.

Kálfaveiðibann reynist vel

Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands kynnt sér þau gögn sem fyrir liggja um lifun kálfa sem missa móður á veiðitíma. Að mati stofnunarinnar gefa gögnin ekki til kynna að um sé að ræða neyðarástand hvað varðar afdrif móðurlausra kálfa. Í ljósi þess mælti stofnunin ekki með að veiðum á kúm væri seinkað í ár en stofnunin beinir þeim tilmælum til leiðsögumanna og veiðimanna með kýrleyfi að fella fremur kýr sem eru ekki með kálf heldur en kýr sem eru með kálf fyrstu tvær vikurnar í ágúst.

Hér á landi hefur verið óheimilt að fella kálfa frá árinu 2011 og því ekki hægt að fara að dæmi Norðmanna að fella þá. Að mati Umhverfisstofnunar hefur bannið við kálfaveiðum reynst mun betur en fyrra fyrirkomulag þegar kálfar voru felldir með kúm. Umhverfisstofnun leggst aftur á móti ekki gegn því að endurskoða megi veiðistjórnun á hreindýrum á grundvelli frekari rannsókna.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...