Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar
Fréttir 2. apríl 2019

Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt kortlagningu vísinda­­­manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 af núverandi dýrategundir í heiminum á mörkum þess að deyja út eða svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra.

Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun.

Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu.

Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...