Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tuttugu þúsund dauðar langvíur
Fréttir 25. febrúar 2019

Tuttugu þúsund dauðar langvíur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og fuglafræðingar í Hollandi hafa ekki enn fundið skýringu á dauða um 20 þúsund langvía sem skolað hefur á land eða hafa fundist út af ströndum landsins undanfarnar vikur.

Hundruð veikra fugla eru undir eftirliti dýralækna sem reyna að hlúa að þeim.

Langvíur eyða stórum hluta ævinnar úti á hafi og að sögn hollensks líffræðings hefur annar eins dauði innan stofnsins ekki sést síðan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Helsta skýringin á dauða fuglanna er talin vera slæm veður og eitthvað annað sem menn hafa ekki enn áttað sig á hvað er. Ekki er talið að um mengun sé að ræða en sagt er að fuglarnir séu horaðir og bendir það til fæðuskorts.

Þrátt fyrir að ekki sé talið að mengun hafi valdið dauða fuglanna hefur verið bent á að stórt gámaskip hafi misst 291 gám í hafið 2. janúar síðastliðinn vegna veðurs á þeim slóðum sem fuglarnir halda sig mest.

Búið er að endurheimta stóran hluta gámanna en ríflega fimmtíu er enn saknað og reiknað er með að þeir hafi sokkið til botns. Ekki hefur verið gefið upp hvað gámarnir innihéldu en talið er að hluti þeirra hafi innihaldið efni sem hættuleg eru lífríkinu.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...