Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.
Fréttir 2. mars 2018

Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gæsasteggurinn Thomas á Nýja-Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari.

Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við.

Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið.

Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár.

Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“

Skylt efni: Gæsir | álftir

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.