Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli í Skaftárhreppi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli í Skaftárhreppi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir 17. maí 2019

Tvöfaldar ræktunina milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun og vinnsla á höfrum til manneldis að Sandhóli í Skaft­árhreppi gengur vel og og anna ábúendurnir ekki eftirspurn. Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli, segist því hafa ákveðið að tvöfalda ræktunina og sáði höfrum í 130 hektara í vor.

„Ræktunin hefur gengið vonum framar,“ segir Örn, sem hefur undanfarin ár prófað sig áfram með að rækta hafra. „Landið sem við sáðum í var fremur blautt í vor og því tók lengri tíma að sá en venjulega, eða frá miðjum apríl og fram að 5. maí.“

Höfrum sáð í 130 hektara

Örn segir að hann hafi tvöfaldað ræktun á höfrum í ár frá því í fyrra og sáð í um 130 hektara í vor. „Ræktunin á síðasta ári gekk mjög vel. Sérstaklega í gömlum túnum, og á bestu stykkjunum erum við að fá sjö tonn af þurrkuðum höfrum á hektara en niður í 2,5 tonn af nýrækt.

Búin er að sá höfrum til manneldis í 130 hektara að Sandhóli í Skaftár­hreppi. Mynd / Úr einkasafni.

Eftirspurnin eftir unnum höfrum er slík í dag að við getum ekki annað henni og því ekkert annað að gera en að auka ræktunina. Ég hef prófað mig áfram með að rækta hafra í níu ár og uppskeran hefur verið mjög góð flest árin. Fyrstu árin var það í smáum stíl, á þremur eða fjórum hekturum og til skepnufóðurs. Ég ákvað því að fara alla leið og fullrækta og vinna hafrana.“

Annar ekki eftirspurn

„Eftirspurnin eftir höfrunum er meiri en svo að við getum annað henni. Ég hef því miður þurft að neita verslunum, mötuneytum og bökurum um hafra undanfarið þar sem þeir eru einfaldlega búnir hjá mér. Til mín hafa einnig leitað aðilar sem hafa áhuga á ýmiss konar vinnslu með hafra eins og að búa til próteinstangir, haframjólk og annað slíkt og möguleikarnir óendanlegir. Það lá því beint við að auka ræktunina,“ segir Örn.

Auk þess að rækta hafra ræktar Örn fimmtíu hektara af byggi og fjóra hektara af rúgi.

Örn segist ekki vita til þess að aðrir ræktendur hafi farið út í að fullrækta hafra til manneldis þótt talsvert af honum sé ræktaður til sláttar sem skepnufóður. Hann segir hafrafræin vera innflutt en að hann hafi gert spírunarpróf á fræjum úr eigin ræktun og að spírunarprósentan hafi ekki verið nógu góð.

Mikil sól best

„Til þess að ræktun á höfrum takist vel þarf helst að vera sólríkt sumar og ekki mikil vætutíð og ekki mikil næturfrost í ágúst.

Hafrar þurfa lengri ræktunartíma en bygg og algengt að við séum að þreskja þá um mánaðamótin september og október,“ segir Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli að lokum.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...