Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur
Fréttir 27. apríl 2018

Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hefur komist í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með rangar upprunamerkingum er að finna í verslunum og á veitingahúsum í Evrópu og víðar um heim.

Evrópulögreglan, Europol, hefur í samvinnu við Interpol unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að glæpastafsemi sem felur í sér sölu á skemmdum matvælum fari vaxandi í Evrópu.

Frá því í desember á síðasta ári hefur stafshópur alþjóðalögreglunar rannsakað mál í 67 löndum lagt hönd á 41.000 matvörur í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkinga og eru taldar hættulegar til neyslu.

Vel á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Noregur er meðal þeirra landa sem hafa mátt þola rannsókn og beinist athyglin þar að auka- og litarefnum í túnfiski. Í mörgum sýnum reyndist magn þeirra efna langt yfir viðmiðunarmörkum.

Víða fannst kjöt til sölu sem var komið vel yfir síðasta leyfilega söludag og jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki var það sem það var sagt vera. Til dæmis hrossakjöt sem selt var sem nautakjöt.

Samkvæmt upplýsingum Europol er um fimm milljón túnfisk máltíða neytt í viku hverri í Evrópu eða um 25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni jafngildi um 25 milljörðum íslenskra króna á ári.

Dæmi um falska merkinga er ítölsk parmaskinka sem meðal annars er seld á veitingahúsum í Danmörk en framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk.
 

Skylt efni: Matarskandall

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...