Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu
Fréttir 12. maí 2020

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir - Nationen
Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva verslun með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei-héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu. Talið er að smitið eigi upptök sín á matarmarkaði í bænum Wuhan í gegnum leðurblökur sem fólk neytti. 
 
Sigrid Z. Heiberg.
Nú hefur norski umhverfis­flokkur­inn farið fram á þingi þar í landi og krefst þess að Noregur fari fram í að fylgja þessu banni eftir á alþjóðavísu og benda á nokkrar ástæður fyrir því, ekki eingöngu að það geti valdið heimsfaraldri heldur einnig til smita til húsdýra. Þau benda einnig á að slík verslun valdi tapi á náttúru sem ógnar lífríkinu því þetta hafi áhrif á frævun, flóðavarnir, drykkjarvatnssíun og stjórnun á meindýrum svo fátt eitt sé nefnt. Slíkt bann við sölu á þessum dýrum mun ekki leggja nein mörk á landbúnað eða þróun hans, einungis stöðva ákveðna starfsemi sem er mjög skaðleg og án þess að það hafi áhrif á hagkerfi í heild sinni. 
 
Í Kína er fyrst um sinn bannað að selja villt dýr til neyslu en enn er leyfilegt að selja villt dýr til vísindarannsókna, í lyfjaframleiðslu og til sýningar en hér er búið að setja á ákveðnar takmarkanir. 
 
„Allar tegundir, líka við mannfólkið, erum háð náttúrunni til að lifa af. Nýir sjúkdómar og heimsfaraldrar eru einungis einn af þeim þáttum sem náttúran slær til baka eftir að mannfólkið hefur nýtt sér dýr og eyðilagt náttúruna. Slík verslun með dýr er ekki eingöngu vandamál í Kína heldur um allan heim sem leiðir ekki eingöngu af sér þjáningar fyrir blessuð dýrin heldur einnig til þess að tegundir deyja út og þá er hinn mikilvægi líffræðilegi fjölbreytileiki eyðilagður sem við mannfólkið erum háð og er bein ógn við velferð okkar um allan heim. Við megum engan tíma missa og verðum að grípa til aðgerða þegar í stað, á síðustu fjórum áratugum hefur jörðin misst 60 prósent af flokkum villtra dýra og við stöndum frammi fyrir sjöttu fjöldaútrýmingunni í sögu jarðarinnar. Síðast gerðist það þegar risaeðlunum var útrýmt fyrir 65 milljón árum síðan,“ segir Sigrid Z. Heiberg hjá norska umhverfisflokknum. 
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...