Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr búreldi í lausagöngu
Fréttir 27. júlí 2020

Úr búreldi í lausagöngu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar breytingar standa fyrir dyrum hjá eggjabúinu Stjörnuegg að Vallá á Kjalarnesi. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að til standi að ljúka breytingum frá búrhaldi í lausagöngu.

„Við erum í ferli að breyta úr búreldi í lausagöngu en við erum ekki að fjölga hænum að neinu ráði eins og er, þrátt fyrir að við höfum sótt um rýmra starfsleyfi. Gömul hús, sem ekki henta fyrir lausagöngu, verða tekin úr umferð og ný byggð í staðinn sem henta betur fyrir starfsemina eftir breytinguna.“

Miklar breytingar

Geir Gunnar segir að það fylgi því miklar breytingar að skipta úr búrum yfir í lausagöngu. „Við verðum til dæmis að hafa húsin í hvíld lengur eftir hvern eldishóp, það fer meiri vinna í að þrífa og sótthreinsa, þar sem óhreinindi berast víðar, og við verðum að auka húsrýmið vegna þess, þrátt fyrir að vera með sama fjölda af fuglum.“

Ekki markaður fyrir meiri egg

Stjörnuegg er með um 55 þúsund varphænur í húsi en Geir Gunnar segir að eins og staðan er í dag sé ekki markaður fyrir meira af eggjum. „Eftir að ferðamönnum fækkaði dró töluvert úr eftirspurn.“

Aukið rými fyrir fuglana

„Með breytingunum aukast möguleikar á að fjölga fuglum eitthvað í framtíðinni en það er ekkert sem kallar á slíkt núna.Fermetrafjöldinn sem eykst við breytingarnar leyfir að við fjölgum úr 55 þúsund fuglum í 90 þúsund stæði en augljóslega er alls engin þörf eða möguleiki á að hafa þann fjölda samtímis. Hugmyndin hjá okkur er að hafa rýmra á fuglunum og svo þurfa húsin að standa lengur tóm vegna aukins smitálags við lausagöngu í stað búreldis.“

Hugmyndin að framleiða mest á Kjalarnesi

Stjörnuegg voru með fuglahús í Saltvík, Brautarholti og Vallá á Kjalarnesi og að sögn Geirs Gunnars er hugmyndin að framleiða sem mest á Vallá. „Pökkunin á sér stað á Vallá og því þarf ekki að endurpakka eggjunum eins og þurfti að gera með eggin frá Saltvík og Brautarholti.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...