Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hermann og Sigrid Dempfle lífrænir kúabændur í Bæjaralandi.
Hermann og Sigrid Dempfle lífrænir kúabændur í Bæjaralandi.
Fréttir 11. júní 2018

Verð til bænda hefur staðið í stað frá 1991

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýskir kúabændur sem staddir voru hér á landi fyrir skömmu segjast öfunda íslenska mjólkurframleiðendur af kvótakerfinu. Að þeirra sögn hefur hagur mjólkurframleiðenda innan Evrópusambandsins versnað síðan mjólkurframleiðsla þar var gefin frjáls.

Fyrir skömmu voru kúabændurnir Hermann og Sigrid Dempfle frá Rott í Bæjaralandi, rétt sunnan við München í Þýskalandi, stödd hér á landi. Hermann og Sigrid eru með 160 mjólkandi kýr og leggja stund á lífræna mjólkurframleiðslu. Hermann er auk þess í stjórn Bændasamtaka Bæjaralands og í stjórn stjórnmálaflokks sem berst fyrir sjálfstæði Bæjaralands.

Bændablaðið tók Hermann og Sigrid tali og forvitnaðist um stöðu mjólkur- og lífrænnar mjólkurframleiðslu og landbúnaðar í heild í Þýskalandi og löndum Evrópusambandsins.

Verð til framleiðenda hefur staðið í stað frá 1991

Hermann segir að verð til framleiðenda landbúnaðarvara hafi nánast staðið í stað í Evrópusambandinu frá 1991 en á sama tíma hafi allt annað og ekki síst aðföng til matvælaframleiðslu hækkað mikið.

„Árið 1991 var bændum lofað að stefnt yrði að því að halda verði á landbúnaðarvörum stöðugu. Það loforð hefur haldið hvað varðar afurðaverð til bænda en allt annað hefur hækkað gríðarlega.

Samkeppni milli afurðastöðva í Evrópusambandinu felst aðallega í að geta selt afurðirnar til verslana og úr landi á eins lágu verði og hægt er og það bitnar á bændum. Evrópusambandið selur meðal annars mikið af landbúnaðarafurðum til Afríku á verði sem þarlendir bændur geta ekki keppt við og grefur þannig undan matvælaframleiðslu þar.

Það sama á eftir að gerast á Íslandi verði innflutningur á landbúnaðarvörum óheftur. Íslendingar fá hugsanlega matinn aðeins ódýrari en það eru bændur í Evrópusambandinu sem munu bera kostnaðinn og milliliðirnir sem munu græða.“

Hermann og Sigrid segja að framleiðsla á mjólk hafi verið kvótabundinn í löndum Evrópusambandsins til ársins 2015 þegar hún var endanlega gefin frjáls.

„Ástandið hefur versnað að okkar mati síðan þá og í dag eru það stóru mjólkurbúin og verslanirnar sem ráða verðinu og bændur hafa ekkert um það að segja og hvað þá neytendur.“

Því hefur verið fleygt fram að staða bænda í Evrópu hafi versnað talsvert eftir að Rússar settu viðskiptabann á landbúnaðarvörur frá löndum Evrópusambandsins. Hermann segir að hann hafi ekki fundið fyrir afleiðingum bannsins að neinu ráði.

„Í dag er framleiðsla seld áfram til Rússlands í gegnum Sviss og Tyrkland.“

Aukin framleiðsla stendur undir auknum kostnaði

„Ástæðan fyrir því að bændur standa enn í lappirnar er sú að framleiðslan hefur aukist og bændur hafa hagrætt í rekstrinum eins og hægt er. Auk þess sem þeir fá framleiðslustyrki, einn frá Evrópusambandinu og annan frá þýska ríkinu, og landbótagreiðslur sem eru ákveðin upphæð á hektara. Þrátt fyrir það er nú svo komið að afurðaverð til bænda með styrkjum dugar vart lengur fyrir framleiðslukostnaði.“

Hermann segir að dæmi séu um að afurðastöðvar hafi lokkað bændur til að fara út í fjárfestingar til að auka framleiðsluna með því að bjóða þeim hærri greiðslur. Síðan hafa þeir lækkað greiðslurnar aftur eftir að bændurnir voru búnir að auka framleiðsluna og sátu uppi með aukinn kostnað.

Hærri greiðslur fyrir lífræna mjólk

Á mælikvarða lífrænnar mjólkur­framleiðslu í Evrópu er bú Hermanns og Sigrid fremur stórt.

„Framleiðendur lífrænnar mjólkur í Þýskalandi fá ríflega helmingi meira fyrir mjólkina en aðrir mjólkurframleiðendur og það er ástæðan fyrir því að reksturinn gengur hjá okkur,“ segir Sigrid.

Sterk staða lífrænnar framleiðslu

„Markaðsleg staða lífræns land­búnaðar í Bæjaralandi er sterk og markaðurinn stöðugur þrátt fyrir að vera einungis 4% af heildarmarkaðinum í Þýskalandi. Lagaleg staða lífrænnar fram­leiðslu í Þýskalandi er skýr og í raun skýrari en þegar kemur að annarri mjólkurframleiðslu,“ segir Hermann.

„Lágmarksreglur um hvað flokkast sem lífræn framleiðsla koma frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel en þar að auki getur hvert og eitt land innan Evrópusambandsins aukið við reglurnar og þær eru talsvert strangari í Þýskalandi en reglurnar frá Brussel gera ráð fyrir.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...