Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum
Fréttir 10. júlí 2018

Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verg landsframleiðsla á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgða­niðurstöðum hagstofu Evrópu­sambandsins (Eurostat).

Voru niðurstöðurnar birtar nýverið á vefsíðu Hagstofu Íslands. Þar segir að Ísland hafi verið í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum (ESB28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu).

Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB28, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali ESB28.

Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.

Ísland í samvinnu við Eurostat

Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa. Þegar horft er á samanburð af þessu tagi má líka sjá mikla samsvörun á milli velgengni og verðlags. Því meiri sem velgengnin og kaupmáttur launa er í hverju landi, því meiri líkur eru á hærra verðlagi og öfugt. Þetta þekkja Íslendingar vel af ferðalögum erlendis.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...