Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rafbændur sameinast árið 1999
Mynd / samsett mynd / BBL
Gamalt og gott 14. maí 2019

Rafbændur sameinast árið 1999

Höfundur: smh

Í forsíðufrétt 18. maí árið 1999 er greint frá undirbúningi að stofnun Landssamtaka raforkubænda, en það eru þeir bændur sem möguleika hafa á raforkuvirkjun á eigin landareign. 

Áhugavert er að rifja þessa tuttugu ára frétt í því ljósi að í síðasta Bændablaði var sagt frá nýlegum aðalfundi Landssamtaka raforkubænda, þar sem fram kom að víðtækur áhugi sé á raforkumálum og meira sé litið til smærri virkjanamöguleika.

Í fréttinni frá vordögum 1999 kemur fram að undirbúningsvinna fyrir stofnun samtakanna hafi verið í höndum þeirra Þórarins Hrafnkelssonar frá  Hallgeirsstöðum, Norður-Héraði, og Ólafs Eggertssonar frá Þorvaldseyri, Austur-Eyjarfjallahreppi.

Í fréttinni segir ennfremur: „Þróunarstofa Austurlands hefur tekið að sér aðstoð við undirbúningsvinnu en kynningarfundur verður haldinn á Byggðabrúnni, tölvuneti Byggðastofunnar, miðvikudaginn 26. maí klukkan 17.

Á kynningarfundinum verður gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi væntanlegra samtaka. Óskað er eftir því að atvinnuráðgjafar um allt land finni fólk sem er líklegt til að eiga hagsmuna að gæta og áhuga hafa á málinu. Þátttöku í kynningarfundinum þarf að tilkynna til atvinnuþróunarfélaga á hverjum stað. Samtökin verða formlega stofnuð í Reykjavík 4. eða 5. júni.

I gögnum sem Þróunarstofa Austurlands hefur sent frá sér kemur fram að smávirkjanir sé að finna nánast um allt land þar sem náttúrulegar aðstæður eru fyrir hendi. „Með smávirkjun er átt við virkjun með uppsett afl á bilinu 0 til 200 kW. í samtökum raforkubænda geta þessi mörk orðið önnur og því er ekki rétt að afmarka kynningu á stofnun þeirra við þessi mörk."

Einnig segir að hagkvæmni smávirkjana hafi vaxið á undanförnum áruin og að möguleikar hafi skapast á raforkuframleiðslu umfram eigin not eigenda. Rafmagnsveitur ríkisins hafi sýnt því áhuga að kaupa hluta umframorkunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með því hafa skapast aðstæður fyrir bændur til nýsköpunar ílandbúnaði og aukinna tekjuöflunarmöguleika á bújörðum sínum.

 

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...

Blómabúðin Dögg
Gamalt og gott 3. október 2023

Blómabúðin Dögg

Blómabúðin Dögg stóð meðal annars á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Árið 1982 á...